Sýknaður af broti gegn valdstjórninni
Karlmaður í Keflavík var sýknaður í Héraðsdómi Reykjanesss í gær fyrir brot gegn valdstjórninni en honum var gefið að sök að hafa veist með ofbeldi að lögreglumanni sem var við skyldustörf utan við skemmtistaðinn Trix í Reykjanesbæ í lok september í fyrra. Lögreglumanninn hlaut áverka í andliti.
Myndskeið út eftirlitsmyndavél var lagt til grundvallar ákærunni. Í dóminum segir að ekki verði því slegið föstu að myndskeiðið sýni að ákærði hafi með ásetningi slegið til lögreglumannsins heldur hafi háttsemi hans virtst vera viðbrögð manns sem er óviðbúinn árás úr óvæntri átt. Framkomin gögn þóttu ekki óyggjandi um sekt sakbornings og því var hann sýknaður.
Ákærðan var í tveimur liðum en sá síðari sneri að umferðarlagabroti þar sem hinum ákærða var gefið að sök að hafa ekið norður Hafnargötu án þess að nota öryggisbelti.
Fyrir það hlaut hann 10 þúsund króna sekt.
Í janúar síðastliðnum hlaut hann 140.000 króna sekt og var sviptur ökuleyfi í 12 mánuði. Fyrir lá að ákærði hafði bráðabirgðaskírteini þá er hann framdi umferðarlagabrotið. Samkvæmt lögum er lúta að ökuferilsskrá og punktakerfi vegna umferðarlagabrota, var ákærða gert að sæta ökuleyfissviptingu í þrjá mánuði.