Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýknaður af ákæru um líkamsárás
Föstudagur 30. júní 2006 kl. 18:34

Sýknaður af ákæru um líkamsárás

Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag sýknaður af ákæru um líkamsárás. Ung stúlka hafði borið að hann hafi ráðist á sig í bíl þar sem þau voru tvö ein og í átökum sem áttu sér stað fyrir utan bílinn. Atvikið átti sér stað í umdæmi lögreglunnar í Keflavík.

Maðurinn, sem kynntist stúlkunni í starfi sínu við félagsþjónustu, neitaði alltaf staðfastlega að hafa veist að stúlkunni. Hann bar við sjálfsvörn og kvaðst hafa verið að koma í veg fyrir að hún ynni sjálfri sér mein.

Dómnum þótti áverkar stúlkunnar ekki sanna með óyggjandi hætti að ákærði hafi ráðist á hana. Þótti framburður hennar, þó hann hafi ekki verið ótrúverðugur, óskýr og óljós á köflum auk þess sem ósamræmi gætti í framburði hennar hjá lögreglu annars vegar og fyrir dómi hins vegar.

Hann telst því sýkn saka og var bótakröfu stúlkunnar vísað frá. Málskostnaður, þar með kostnaður við málsvarnarlaun aðilanna fellur því á ríkissjóð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024