Sýknaður af ákæru fyrir að smygla áfengi af Keflavíkurflugvelli
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað fyrrum lögreglumann á Keflavíkurflugvelli af ákæru fyrir að hafa tekið við þremur áfengisflöskum, sem herlögreglumaður hafði skömmu áður keypt í verslun varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, og flytja áfengið út af varnarsvæðinu í lögreglubifreið.Morgunblaðið á Netinu greindi frá.