Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sýkna í morðmáli á varnarsvæðinu Miðnesheiði
Föstudagur 18. maí 2007 kl. 10:25

Sýkna í morðmáli á varnarsvæðinu Miðnesheiði

Bandarískur herréttur sýknaði í fyrradag hermann af morði á öðrum í búðum varnarliðsins á Miðnesheiði.

Calvin Eugene Hill var ákærður fyrir morð á tvítugri konu, Ashley Turner. Konan var barin og stunginn með hnífi í ágúst 2005. Sækjendur í málinu töldu Hill hafa myrt Turner vegna þess að hún ætlaði að vitna gegn honum í þjófnaðarmáli. Hill hefur viðurkennt að hafa stolið 170.000 krónum frá Turner.

Verjendur Hill sökuðu ákæruvaldið um handvömm við rannsóknina. Engir aðrir hafi legið undir grun. Þeir telja að unnusti Turner hefði getað myrt hana. Eitt helsta sönnunargagnið í málinu voru blóði drifnir íþróttaskór í eigu Hill. Frá þessu var greint á vef Ríkisútvarpsins.



Mynd:
Íbúðablokkin þar sem voðaverkið var framið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024