Sýking í Keflavíkursíldinni
Sýking hefur fundist í síldinni sem veiddist út af Keflavík í gær, eftir að sýkingar varð vart í Breiðafirði fyrir helgi. Sjómenn líkja þessu við áfall, enda getur það tekið stofninn nokkur ár að ná sér, þar sem öll sýkt síld drepst. Frá þessu er greint á www.visir.is
Sýkingin við Keflavík er sú sama og fundist hefur í síld á Breiðafirði, en skipin eru hætt að veiða þar vegna þess. Þá er nú staðfest að sýking fannst í síld, sem veiddist í grennd við Vestmannaeyjar í gær þannig að hún er greinilega orðin mjög útbreidd. Sýkt síld er dauðans matur og er það áhyggjuefni hversu hátt hlutfall sýktrar síldar er nú í hverju kasti skipanna.