Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

„Svona skulum við hafa það!“
Þriðjudagur 2. desember 2014 kl. 09:00

„Svona skulum við hafa það!“

Enginn ók ölvaður eftir jólahlaðborð í eftirliti lögreglu.

Lögreglan á Suðurnesjum var með eftirlit með ölvunarakstri í umdæminu nýliðna helgi eins og boðað hafði verið. Sérstaklega var hugað að stöðum þar sem vænta mátti jólahlaðborða. Þeir ökumenn sem stöðvaðir voru í þessari lotu reyndust allir vera í lagi. „Svona skulum við hafa það - ekki bara alla aðventuna heldur allan ársins hring!“ sagði lögreglan á Suðurnesjum á Facebook síðu sinni. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024