Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona lítur eldgossvæðið í heild út
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 10. apríl 2021 kl. 13:22

Svona lítur eldgossvæðið í heild út

Fjórða sprungan opnaðist í gosinu við Grindavík í nótt. Nýja sprungan er á miðja vegu milli þeirra gossprungna sem opnuðust síðustu daga, er innan skilgreinds hættusvæðis og virðist renna í Geldingadali.

Hún kemur undan nýju hrauni í dölunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Jón Hilmarsson, ljósmyndari Víkurfrétta tók þessa mynd og lýsir henni svona:

„Þessi mynd er frá gígnum sem varð til 4.-5.apríl og er fyrir ofan Meradali.

Myndin er tekin með dróna og er samsett úr 26 myndum og sýnir einnig eldgosasvæðið í heild sinni en í bakgrunninn sést í elstu gígana í Geldingadal. 

Töluvert virkni er í þessum gíg og síðar um kvöldið opnaðist annar gígur á milli þessara gíga.“