Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona eru úrslitin í Suðurkjördæmi
Sunnudagur 30. október 2016 kl. 12:54

Svona eru úrslitin í Suðurkjördæmi

Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 31,5% atkvæða í Alþingiskosningum í Suðurkjördæmi og fjóra menn kjörna. Framsóknarflokkurinn hlaut rúmlega 19% og tvo þingmenn, Píratar  12,8% og einn þingmann. Viðreisn sem hlaut 7,3 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Jöfnunarþingsætið í kjördæminu fer til Samfylkingarinnar en flokkurinn hlaut 6,4% fylgi.

Kjörsókn var 78,5% í Suðurkjördæmi en talin voru 27.832 atkvæði. Auðir seðlar voru 741, ógildir 71.

Kjördæmakjörnir þingmenn

Páll Magnússon
Sjálfstæðisflokkur (D)

Sigurður Ingi Jóhannsson
Framsóknarflokkur (B)

Ás­mundur Frið­riks­son
Sjálfstæðisflokkur (D)

Smári McCarthy
Píratar (P)

Vil­hjálmur Árna­son
Sjálfstæðisflokkur (D)

Ari Trausti Guð­munds­son
Vinstri græn

Silja Dögg Gunnars­dóttir
Framsóknarflokkur (B)

Unnur Brá Kon­ráðs­dóttir
Sjálfstæðisflokkur (D)

Jóna Sól­veig Elínar­dóttir
Viðreisn (C)

Jöfnunarþingmaður

Odd­ný G. Harðar­dóttir
Samfylkingin (S)

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024