Svona eru úrslitin í Suðurkjördæmi
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 31,5% atkvæða í Alþingiskosningum í Suðurkjördæmi og fjóra menn kjörna. Framsóknarflokkurinn hlaut rúmlega 19% og tvo þingmenn, Píratar 12,8% og einn þingmann. Viðreisn sem hlaut 7,3 prósent atkvæða og einn mann kjörinn. Jöfnunarþingsætið í kjördæminu fer til Samfylkingarinnar en flokkurinn hlaut 6,4% fylgi.
Kjörsókn var 78,5% í Suðurkjördæmi en talin voru 27.832 atkvæði. Auðir seðlar voru 741, ógildir 71.
Kjördæmakjörnir þingmenn
Páll Magnússon
Sjálfstæðisflokkur (D)
Sigurður Ingi Jóhannsson
Framsóknarflokkur (B)
Ásmundur Friðriksson
Sjálfstæðisflokkur (D)
Smári McCarthy
Píratar (P)
Vilhjálmur Árnason
Sjálfstæðisflokkur (D)
Ari Trausti Guðmundsson
Vinstri græn
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Framsóknarflokkur (B)
Unnur Brá Konráðsdóttir
Sjálfstæðisflokkur (D)
Jóna Sólveig Elínardóttir
Viðreisn (C)
Jöfnunarþingmaður
Oddný G. Harðardóttir
Samfylkingin (S)