Svona eru skjálftarnir í myndavél Víkurfrétta
Nokkuð kröftug jarðskjáltahrina hefur staðið yfir á Reykjanesskaganum síðustu klukkustundir. Á skrifstofum Víkurfrétta á 4. hæð í Krossmóa í Reykjanesbæ nötrar allt og skelfur. Til að koma skjálftunum til skila látum við myndavél fylgjast með forláta hitamæli sem glamrar í stærstu skjálftunum.
Meðfylgjandi er upptaka af tveimur skjálftum frá því í dag. Annar í hádeginu upp á M4,3 og annar síðar í dag. Og rétt á meðan þessi frétt var unnin hafa nokkrir kröftugir látið finna fyrir sér.


 
	
			 
					


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				