Svona er umferðin á Suðurnesjum – tveir stöðvaðir á næstum 170 km. hraða
Nóttin var róleg hjá lögreglunni á Suðurnesjum og ekkert fréttnæmt bar til tíðinda hjá þeim lögreglumönnum sem höfðu vökult auga með Suðurnesjafólki og eigum þess síðustu nótt.
Fréttir úr umferðinni hafa verið áberandi í vikunni sem nú er að líða. Í vikunni hafa tveir ökumenn verið stöðvaðir á næstum 170 km. hraða..
Á mánudagskvöldið og aðfararnótt þriðjudags voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraða er 90 km/klst. Sá er hraðast ók mældist á 140 km/klst.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á þriðjudaginn. Í báðum tilfellum slapp fólk án meiðsla en tjón á ökutækjum var nokkurt.
Sama dag var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi en hann mældist á 143 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Á þriðjudagskvöldið var svo einn ökumaður stöðvaður á Grindavíkurvegi og er hann grunaður um að hafa verið að aka undir áhrifum fíkniefna.
Uppúr hádegi á miðvikudag var tilkynnt um harða aftanákeyrslu á Njarðarbraut í Njarðvík á móts við Hjallaveg. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn. Tveir aðilar voru fluttir á HSS til aðhlynningar. Meiðsl voru minniháttar.
Á dagvaktinni á miðvikudag voru þrír ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 119 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Á miðvikudagskvöld var tilkynnt að ekið hafi verið á ljósastaur við Hafnargötu í Vogum og tjónvaldur farið brott af vettvangi. Bifreið tjónvalds fannst skömmu síðar mikið skemmd við Vogagerði. Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar voru handteknar skömmu síðar á heimilum sínum en önnur þeirra er grunuð um að hafa ekið bifreiðinni og hin verið farþegi. Þær voru báðar ölvaðar. Gistu þær fangageymslu og voru yfirheyrðar þegar áfengisvíman var runnin af þeim.
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á miðvikudaginn. Mældist einn á Garðvegi á 169 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hinir voru mældir á Reykjanesbraut og var sá sem hraðast ók mældur á 139 km. hraða.
Á fimmtudaginn var eitt umferðaróhapp í Grindavík. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti við akstur á Hringbraut í Keflavík. Ein bifreið var boðuð í skoðun vegna vanrækslu á aðalskoðun.
Skömmu eftir miðnætti sl. fimmtudag, þ.e. aðfararnótt föstudags, var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sinni á Strandarheiði á Reykjanesbraut á 168 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Undir morgunsárið var ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.
Fréttir úr umferðinni hafa verið áberandi í vikunni sem nú er að líða. Í vikunni hafa tveir ökumenn verið stöðvaðir á næstum 170 km. hraða..
Á mánudagskvöldið og aðfararnótt þriðjudags voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbrautinni, þar sem hámarkshraða er 90 km/klst. Sá er hraðast ók mældist á 140 km/klst.
Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum á þriðjudaginn. Í báðum tilfellum slapp fólk án meiðsla en tjón á ökutækjum var nokkurt.
Sama dag var einn ökumaður kærður fyrir hraðakstur á Grindavíkurvegi en hann mældist á 143 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Á þriðjudagskvöldið var svo einn ökumaður stöðvaður á Grindavíkurvegi og er hann grunaður um að hafa verið að aka undir áhrifum fíkniefna.
Uppúr hádegi á miðvikudag var tilkynnt um harða aftanákeyrslu á Njarðarbraut í Njarðvík á móts við Hjallaveg. Lögregla og sjúkralið fór á staðinn. Tveir aðilar voru fluttir á HSS til aðhlynningar. Meiðsl voru minniháttar.
Á dagvaktinni á miðvikudag voru þrír ökumenn kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn. Einn ökumaður var kærður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Mældur hraði var 119 km þar sem hámarkshraði er 90 km. Einn ökumaður var kærður fyrir stöðvunarskyldubrot.
Á miðvikudagskvöld var tilkynnt að ekið hafi verið á ljósastaur við Hafnargötu í Vogum og tjónvaldur farið brott af vettvangi. Bifreið tjónvalds fannst skömmu síðar mikið skemmd við Vogagerði. Tvær stúlkur 16 og 17 ára gamlar voru handteknar skömmu síðar á heimilum sínum en önnur þeirra er grunuð um að hafa ekið bifreiðinni og hin verið farþegi. Þær voru báðar ölvaðar. Gistu þær fangageymslu og voru yfirheyrðar þegar áfengisvíman var runnin af þeim.
Sex ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á miðvikudaginn. Mældist einn á Garðvegi á 169 km. hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km. Var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hinir voru mældir á Reykjanesbraut og var sá sem hraðast ók mældur á 139 km. hraða.
Á fimmtudaginn var eitt umferðaróhapp í Grindavík. Einn ökumaður var kærður fyrir að vera ekki með öryggisbelti við akstur á Hringbraut í Keflavík. Ein bifreið var boðuð í skoðun vegna vanrækslu á aðalskoðun.
Skömmu eftir miðnætti sl. fimmtudag, þ.e. aðfararnótt föstudags, var ökumaður kærður fyrir að aka bifreið sinni á Strandarheiði á Reykjanesbraut á 168 km/klst þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst. Ökumaðurinn var færður á lögreglustöðina í Keflavík þar sem hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Undir morgunsárið var ökumaður kærður fyrir að aka á 130 km/klst á Reykjanesbraut þar sem leyfður hámarkshraði er 90 km/klst.