Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona er staðan viku eftir fall WOW
Föstudagur 5. apríl 2019 kl. 17:36

Svona er staðan viku eftir fall WOW

- bæjarstjórarnir á Suðurnesjum kynntu stöðuna á vetrarfundi SSS

Bæjarstjórarnir á Suðurnesjum fóru yfir stöðu mála vegna breytinga á Keflavíkurflugvelli og stöðu Wow í upphafi vetrarfundar Sambands sveitarfélaga Suðurnesjum í Reykjanesbæ í dag. 
 
Áður en bæjarstjórarnir tóku til máls fór Kolbrún Jóna Pétursdóttir, stjórnarformaður Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, yfir málið og nefndi Skúla Mogensen, fyrrum forstjóra WOW air, í ræðu sinni. Hann sagði einmitt á vetrarfundi SSS árið 2016 að Suðurnes væru sætasta stelpan á ballinu. Vonaðist Kolbrún til þess að Skúli væri enn á sömu skoðun í ljósi þess að hann væri mögulega að blása nýju lífi í flugið.
 
Í máli bæjarstjóranna kom fram að sveitarfélögin eru samtaka í því krefjandi verkefni sem framundan er og er ánægja með viðbrögð ríkisvaldsins sem komið hafa fram á fundum í liðinni viku.
 
Í spilaranum hér að neðan má sjá hvað formaður stjórnar SSS og bæjarstjórarnir á Suðurnesjum höfðu að segja á vetrarfundinum í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024