Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svona er staðan í ferðamálum á Suðurnesjum
Mánudagur 9. mars 2015 kl. 09:31

Svona er staðan í ferðamálum á Suðurnesjum

Það eru tímamót í ferðaþjónustu á Íslandi. Ferðaþjónustan er nú sú atvinnugrein sem skilar þjóðarbúinu mestum gjaldeyristekjum og árleg fjölgun erlendra ferðamanna hingað til lands hefur verið yfir 20% undanfarin þrjú ár.

Vöxtur í greininni skapar mikil tækifæri en einnig áskoranir og við þeim þarf að bregðast af skynsemi.

Þetta segir Þuríður H. Aradóttir verkefnastjóri Markaðsstofu Reykjaness. Markaðsstofan hélt fund í vikunni sem leið vegna mótunar stefnu og framtíðarsýnar fyrir ferðaþjónustu á Íslandi. Fundurinn var í samvinnu við atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið og Samtök ferðaþjónustunnar.

Sjónvarp Víkurfrétta fylgdist með fundinum og tók meðfylgjandi viðtal við Þuríði H. Aradóttur eftir fundinn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024