Laugardagur 12. maí 2007 kl. 19:32
Svipuð kjörsókn og síðast
Alls höfðu 5272 greitt atkvæði í Reykjanesbæ klukkan 19 í kvöld, eða 63,31% þeirra 8480 sem eru á kjörskrá. Á sama tíma árið 2003 var nánast sama hlutfall búið að kjósa, eða 64%. Þá voru alls 7871 á kjörskrá.
VF-mynd/Þorgils - Kjósendur flykkjast að utan við Heiðarskóla í dag