Heklan
Heklan

Fréttir

Svipuð kjörsókn á hádegi og 2021
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
laugardaginn 30. nóvember 2024 kl. 12:53

Svipuð kjörsókn á hádegi og 2021

Klukkan tólf á hádegi höfðu 8,81% mætt á kjörstað í Reykjanesbæ en kosið er í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Til samanburðar höfðu 9,45% kosið á sama tíma í seinustu alþingiskosningum árið 2021.

Guðbrandur Einarsson, oddviti Viðreisnar í Suðurkjördæmi mætti á kjörstað á hádegi. Hann var bjartsýnn en sagði að enn væru margir óvissir og ákveddu sig á kjördag sem gerir kosningarnar meira spennandi.

Guðbrandur mætti með Margréti Sumarliðadóttur konu sinni og Einari syni sínum en þau hjón eiga tvenna tvíbura.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

VF jól 25
VF jól 25