Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviptur stöðvaður sjö sinnum
Föstudagur 7. júní 2013 kl. 15:59

Sviptur stöðvaður sjö sinnum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði í vikunni afskipti af ökumanni sem reyndist aka sviptur ökuréttindum. Hann var færður á lögreglustöð og við athugun kom í ljós að hann hafði verið stöðvaður sex sinnum áður sviptur ökuréttindum.

Þá handtók lögregla ökumann í gær vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Áfengislykt fannst úr vitum hans og gekkst hann undir sýnatökur.

Loks hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum, sem óku á vespum án þess að vera með hlífðarhjálm. Lögreglumenn ræddu við ungmennin og gerðu foreldrum þeirra viðvart.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024