Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviptur ökuréttindum eftir ofsaakstur
Þriðjudagur 18. ágúst 2020 kl. 09:42

Sviptur ökuréttindum eftir ofsaakstur

Allmargir ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 187 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km. Þar var á ferðinni ökumaður um tvítugt og var hann sviptur ökuréttindum til bráðabirgða, auk þess sem hans bíður ákæra vegna brotsins. Annar í þessum hóp var ekki með ökuskírteini og gat ekki sýnt fram á að hann væri með ökuréttindi.

Þá var ökumaður tekinn úr umferð vegna gruns um fíkniefnaakstur og var viðkomandi með fíkniefni í bílnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í gær var svo tilkynnt um bifreið sem ekið var á felgunni eftir Reykjanesbraut. Þegar lögregla mætti á vettvang var ökumaðurinn að bisa við að skipta um dekk. Hann reyndist vera undir áhrifum áfengis og fíkniefna að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu.

Ungur hjólreiðamaður sem var á ferð í Njarðvík hjólaði inn í hlið bifreiðar sem var í akstri. Hann slapp ómeiddur.