Miðvikudagur 24. nóvember 1999 kl. 21:12
SVIPTUR ÖKURÉTTINDUM
Lögreglan mældi bifreið á 104 km hraða á Aðalgötu ofan við Iðavelli sl. föstudag. Leyfilegur hraði á þessum stað er 50 km. Ökumaðurinn var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða. Hann sagðist hafa verið að flýta sér í vinnuna en stundum borgar sig að flýta sér hægt.