Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sviptur og vímaður á leið á Selfoss
Fimmtudagur 18. október 2012 kl. 20:07

Sviptur og vímaður á leið á Selfoss

Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði ökumann um tvítugt á Suðurstrandarvegi vegna gruns um að hann æki undir áhrifum fíkniefna. Maðurinn viðurkenndi neyslu á amfetamíni og kannabis. Með honum í bílnum var rúmlega þrítugur karlmaður og kváðust þeir félagar vera á leið á Selfoss að sækja vin sinn.

Ökumaðurinn var færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku. Hann reyndist, auk fíkniefnaaksturins, vera sviptur ökuréttindum. Annar ökumaður, sem lögreglan hafði afskipti af í morgun, reyndist vera sviptur ökuréttindum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024