Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviptur í fíkniefnaakstri
Mánudagur 6. janúar 2014 kl. 09:50

Sviptur í fíkniefnaakstri

Rúmlega tvítugur karlmaður var handtekinn í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu að hann hafði neytt kannabisefna. Hann hafði að auki verið sviptur ökuréttindum í september síðastliðnum. Þá stöðvaði lögregla nítján ára ökumann í gærmorgun sem einnig reyndist aka undir áhrifum kannabis.

Loks voru tveir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Annar ók á 84 kílómetra hraða, þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar og hinn mældist á 121 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024