Sviptur fyrir hraðakstur við flugstöðina
Ökumaður sem ók á 68 km hraða á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða því hámarkshraði á umræddum vegarkafla er 30 km á klukkustund. Hann var jafnframt grunaður um vímuefnaakstur. Til viðbótar framangreindu var bifreiðin sem hann ók á negldum dekkjum að aftan og með óvirkan hraðamæli.