Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviptur eftir hraðakstur í nágrenni skóla
Miðvikudagur 19. september 2007 kl. 09:33

Sviptur eftir hraðakstur í nágrenni skóla

Tíu voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær og í nótt. Sá sem hraðast ók var á 121 á Reykjanesbraut, en einnig var annar tekinn á 90 þar sem hámarkshraði er 50 v. vegaframkvæmda. Þá var einn ökumaður sviptur ökuleyfi til bráðabirgða eftir að hafa mælst á 67 km hraða nálægt Holtaskóla þar sem hámarkshraði er 30.

 

Í gær var tilkynnt um tvö umferðaróhöpp. Í öðru tilvikinu var ekið á kyrrstæða bifreið og yfirgaf tjónvaldur vettvanginn án þess að tilkynna um óhappið. Í hinu skemmdust tvær bifreiðar nokkuð í árekstri við Grænás. Engin slys urðu á fólki en aðra bifreiðina þurfti að draga á brott með kranabíl.

Loftmynd/Oddgeir Karlsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024