Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sviptur, í vímu og á nagladekkjum
Þriðjudagur 10. júní 2014 kl. 11:05

Sviptur, í vímu og á nagladekkjum

- Sex kærðir fyrir of hraðan akstur.

Ökumaður, sem lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði um helgina reyndist hafa neytt kókaíns og amfetamíns, að því er sýnatökur á lögreglustöð staðfestu. Þá ók hann sviptur ökuréttindum og bifreiðin sem hann ók var á nagladekkjum.

Þá voru sex ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á 133 km. hraða þar sem hámarkshraði var 90. km. á klukkustund. Fjórir til viðbótar virtu ekki stöðvunarskyldu, enn einn, til viðbótar við þann framangreinda, ók á nagladekkjum og skráningarnúmer voru fjarlægð af tveimur bifreiðum, sem voru ótryggðar.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024