Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 2. febrúar 2001 kl. 15:00

Sviptivindar lokuðu Keflavíkurflugvelli í morgun

Tvær Boeing 757 vélar Flugleiða sem voru að koma frá Boston og Baltimore lentu á flugvellinum á Egilstöðum um áttaleytið í morgun vegna hvassra sviptivinda á Keflavíkurflugvelli.Tekið var eldsneyti á vélarnar á Egilstöðum og þær lentu síðan á Keflavíkurflugvelli um klukkan tíu. Um borð í Bostonvélinni voru 134 farþegar og í þeirri sem kom frá Baltomore voru
117 farþegar. Flestir þeirra eru á leið til Evrópu og verður þeim komið á áfangastaði í dag með vélunum sem fara til Glasgow og Osló, en þeim var seinkað vegna þessara aðstæðna. Búist er við að síðdegis í dag verði áætlun komin nokkurn veginn í rétt horf og litlar tafir ættu að verða á flugi vestur um haf.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024