Svipt ökuréttindum ævilangt
Ökumaður sem lögregla tók úr umferð í vikunni reyndist vera undir áhrifum fíkniefna, að því er sýnatökur á lögreglustöð sýndu. Viðkomandi var svipt ökuréttindum ævilangt og bifreiðin sem hún ók var jafnframt ótryggð svo skráningarnúmer voru fjarlægð.
Þá voru fáeinir ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók mældist á tvöföldum hámarkshraða í Keflavík, eða 60 km hraða þar sem hámarkshraði er 30 km.