Svipað veður áfram
Á Garðskagavita voru NNA 13 og hiti við frostmark kl. 8
Klukkan 6 var norðlæg átt, víða 5-10 m/s, en hvassara á annesjum. Él voru á norðanverðu landinu, en léttskýjað syðra. Frost var 0 til 8 stig, kaldast á Hellu.
Veðurhorfur Við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Norðaustan 5-13 m/s og léttskýjað, en lægir heldur á morgun. Frost 0 til 7 stig.
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun:
Norðlæg átt, víða 8-13 m/s. Él á norðverðu landinu og við suðausturströndina síðdegis, en annars léttskýjað. Lægir og léttir til á vestanverðu landinu á morgun. Frost 0 til 8 stig, kaldast inn til landsins
Mynd: Samspil klaka og sólarljóss við Grindavíkurhöfn í gær.
VF-mynd: elg