Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svindlarar enn á ferð
Mánudagur 17. desember 2012 kl. 13:22

Svindlarar enn á ferð

Enn eru brögð að því að hringt sé í fólk og reynt að plata út úr því fjármuni. Lögreglunni á Suðurnesjum barst tilkynning af þessum toga, þar sem hringt var í konu í umdæminu frá „tækniþjónustu tölvufyrirtækis.“ Hringjandi bað hana um að prófa ýmislegt á netinu, gefa upp ýmsar stillingar og fleira í þeim dúr. Þegar  samtalið hafði staðið í um það bil klukkustund, vildi hringjandinn að konan færi að borga sér. Hún bað hann þá vel að lifa og lagði á. Fleiri svipuð mál hafa verið tilkynnt til lögreglunnar á Suðurnesjum  að undanförnu.

Full ástæða er til að vara við atvikum af þessu tagi og hefur embætti Ríkislögreglustjóra margsinnis sent út viðvaranir af slíkum tilefnum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024