Svínaflensan: Bókað í bólsetningu á morgun
Bókanir fyrir bólusetningar vegna svínaflensunnar verða næst á morgun, 27. janúar. Ekki er enn ljóst hversu marga tíma verður hægt að bjóða á þeim tíma, samkvæmt því er fram kemur í tilkynningu á heimasíðu HSS.
Tekið verður á móti pöntunum í síma 422-0600 eingöngu á milli kl. 8-12 og 13 til 16.
Bókað verður þar til bóluefni er uppurið, segir í tilkynningunni.
Um 10 þúsund manns á Suðurnesjum hafa nú verið bólusettir gegn Svínaflensunni eða um helmingur íbúa. Áríðandi er að sem flestir láti bólusetja sig þar sem um heimsfarald er að ræða. Því er nauðsynlegt að mynda svokallað hjarðónæmi.