Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Svikinn eftir viðskipti á bland.is
Mánudagur 17. mars 2014 kl. 13:39

Svikinn eftir viðskipti á bland.is

- Taldi sig hafa keypt farsíma

Borgari leitaði til lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni og sagði farir sínar ekki sléttar varðandi kaup á síma í gegnum vefsíðuna bland.is. Hann keypti þar Samsung farsíma fyrir 40 þúsund krónur. Samkomulag varð með seljanda og kaupanda þess efnis að sá síðarnefndi greiddi hinum fyrrnefnda 20 þúsund út og svo 20 þúsund við afhendingu símans. Kaupandinn greiddi 20 þúsund krónurnar en afhendingin dróst á langinn. Hann reyndi með öllum ráðum að ná í seljandann, sem hefur hvorki svarað skilaboðum né hringingum.

Lögregla varar fólk við viðskiptum af þessu tagi, því dæmi eru um að þeir sem hafa talið sig vera að kaupa hluti hafa setið uppi án þess að fá þá í hendur, og jafnframt einhverri fjárhæð fátækari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024