Svikakvendi afklæddist í íbúðum aldraðra
Stúlka um tvítugt hafði fjármuni af eldri borgurum í fjölbýlishúsi fyrir eldri borgara í Reykjanesbæ sl. mánudagskvöld. Stúlkan hringdi dyrabjöllum í nokkrum íbúðum og bauð heimilisfólki upp á vörukynningu. Þegar stúlkan var spurð hvað hún væri að kynna var svarið að hún væri með kynningu á undirfatnaði.
Heimildamaður Víkurfrétta sagði að stúlkunni hafi verið hleypt inn í a.m.k. tvær íbúðir í húsinu. Kynningin mun hafa farið þannig fram að stúlkan afklæddist og krafði þá karlmenn sem hleyptu henni inn til sín um peninga fyrir sýninguna. Annar þeirra hafði eingöngu 1000 krónur í reiðufé sem stúlkan gerði sér að góðu en af hinum hafi stúlkan tekið 9000 kr. úr veski hans. Vitað er um þrjá aðra íbúa í sama húsi sem ekki hleyptu stúlkunni inn til sín.
Rétt er að vara fólk við heimsóknum sem þessum. Eflaust yljar það einhverjum einmana einstaklingi ef fönguleg stúlka bankar uppá um kvöld og býðst til að halda áhugaverða vörukynningu. Það sé hins vegar alvarlegra ef tilgangurinn er í raun ránsferð inn á heimili saklausra borgara.
Heimildamaður Víkurfrétta sagði að stúlkunni hafi verið hleypt inn í a.m.k. tvær íbúðir í húsinu. Kynningin mun hafa farið þannig fram að stúlkan afklæddist og krafði þá karlmenn sem hleyptu henni inn til sín um peninga fyrir sýninguna. Annar þeirra hafði eingöngu 1000 krónur í reiðufé sem stúlkan gerði sér að góðu en af hinum hafi stúlkan tekið 9000 kr. úr veski hans. Vitað er um þrjá aðra íbúa í sama húsi sem ekki hleyptu stúlkunni inn til sín.
Rétt er að vara fólk við heimsóknum sem þessum. Eflaust yljar það einhverjum einmana einstaklingi ef fönguleg stúlka bankar uppá um kvöld og býðst til að halda áhugaverða vörukynningu. Það sé hins vegar alvarlegra ef tilgangurinn er í raun ránsferð inn á heimili saklausra borgara.