Föstudagur 4. maí 2001 kl. 17:00
				  
				Svifdreki hrapaði í hlíðum Þorbjarnar
				
				
				
Karlmaður handleggsbrotnaði þegar hann var að stökkva í svifdreka ofan af fjallinu Þorbirni við Grindavík á fimmta tímanumí dag.Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík missti drekinn hæð  skömmu eftir að hann fór á loft. Atvikið náðist á myndband af félaga mannsins. Hann tjáði lögreglu að svifdrekinn hafi verið á lofti í um mínútu. Þar sem slysið átti sér stað er hlíðin snarbrött og jarðvegurinn blanda af hrauni og möl. Sjúkrabifreið sem flutti manninn á sjúkahús var kyrrstæð í þó nokkra stund við Grindavíkurveg eftir að hafa flutt manninn niður úr fjallinu. Var það gert meðan sjúkraflu  Svifdrekinn skemmdist ekki mikið í lendingunni.