Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sviðsetti rán til að stríða félögunum
Fimmtudagur 24. mars 2011 kl. 09:57

Sviðsetti rán til að stríða félögunum

Hópi fótboltafélaga, sem hafði sameiginlegan klefa í sundmiðstöðinni í Keflavík, brá heldur betur í brún að æfingu lokinni í gærkvöldi, þegar í ljós kom að allir farsímar, iPpod tæki, úr, skór og fleiri verðmæti, voru horfin úr klefanum segir á visir.is.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir kölluðu til lögreglu, sem kom á vettvang, en loksins þegar þar var komið sögu, gaf einn félagi þeirra sig fram og sagðist hafa gert þetta til að hrekkja vinina, og skilaði öllu aftur. Hann á yfir höfði sér langa og ískalda sturtu, næst þegar hópurinn mætir á æfingu.