Sviðsett umferðarslys veldur umferðarteppu
Sviðsetning á umferðarslysi á veginum að Rockville á Miðnesheiði olli umferðarteppu á Sandgerðisvegi í gærkvöldi. Umferð um Miðnesheiði var stöðvuð í um stundarfjórðung meðan atriði í stórmyndinni A Little Trip to Heaven var kvikmyndað. Ekki voru allir sáttir við að umferðin hafi verið stöðvuð og létu einhverjir óánægju sína í ljós með því að þeyta bílflautur.
Myndin er af langri bílalest stopp á Sandgerðisvegi í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Myndin er af langri bílalest stopp á Sandgerðisvegi í gærkvöldi. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson