Sveppirnir virkuðu ekki
Lögreglan handlagði sveppi í heimahúsi
Í húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í íbúðarhúsnæði í umdæminu fannst talsvert magn af sveppum í fataskáp í svefnherbergi húsráðanda. Hann viðurkenndi að eiga sveppina og sagðist hafa ætlað að selja þá til Danmerkur. Þeir hefðu hins vegar ekkert virkað á sig þannig að hann hefði tekið ákvörðun um að að henda þeim. Sveppirnir voru haldlagðir.