Sveitarstjórnarfólk í Vogum á skólabekk
– hjá bæjarstjóranum í Grindavík
Efnt verður til nokkurra klukkustunda námskeiðs fyrir kjörna fulltrúa í Sveitarfélaginu Vogum, jafnt bæjarfulltrúa sem fulltrúa í nefndum, um komandi helgi. Námskeiðinu er fyrst og fremst ætlað að veita sveitarstjórnarmönnum fræðslu um allt er snýr að því að starfa í sveitarstjórn.
Farið er yfir sveitarstjórnarlögin, samþykktir sveitarfélagsins, samskipti kjörinna fulltrúa og starfsmanna, hlutverk, réttindi og skyldur. Róbert Ragnarsson bæjarstjóri í Grindavík er leiðbeinandi á námskeiðinu, en hann er auk þess að vera bæjarstjóri jafnframt menntaður stjórnsýslufræðingur.