Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Sveitarstjórn meti hvort skólanefnd í núverandi mynd sé starfhæf
Fimmtudagur 3. maí 2012 kl. 10:11

Sveitarstjórn meti hvort skólanefnd í núverandi mynd sé starfhæf

Svo skapa megi frið og samstöðu um skólastarfið í Garði þarf sveitarstjórn að taka afstöðu til þess hvort skólanefnd í núverandi mynd sé starfhæf, vegna mikils pólitísks ágreinings sem hefur áhrif á faglegt starf í skólanum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í niðurstöðum úttektar á starfsemi Gerðaskóla sem Attentus - mannauður og ráðgjöf vann fyrir mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Þá segir einnig: Að mati úttektaraðila er afar mikilvægt svo auka megi árangur skólans og ánægju starfsmanna að ráðið verði nýtt stjórnendateymi að skólanum. Í því verði skólastjóri og tveir millistjórnendur, annar fyrir yngra stig og miðstig og hinn fyrir unglingastig. Faglegt og stjórnunarlegt ábyrgðarsvið hvers stjórnanda verði skýrt vel í starfslýsingu og tryggt að stjórnun í skólanum sé skilvirk og samræmi verði í skólastarfi. Mikilvægt er að stjórnendateymið tengist ekki pólítískum fylkingum innan sveitarfélagsins. Ráðningar taki mið af sýn á uppbyggingu skólastarfs, leiðtoga- og stjórnunarhæfni og faglegri þekkingu.


Í kjölfar mikilla átaka er mikilvægt að skólinn fái faglega aðstoð reynds vinnusálfræðings til að byggja upp liðsheild starfsmanna. Að mati úttektaraðila þarf sú vinna verði í gangi allt næsta skólaár undir yfirstjórn nýs stjórnendateymis skólans.

Úttektina má lesa hér í heild sinni.