Sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps afsalar sér launahækkun
Á fundi hreppsnefndar Vatnsleysustrandarhrepps þann 10. júní sl. kom fram að sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps hefur lýst sig reiðubúna til að afsala sér síðustu hækkun launa samkvæmt kjaradómi og var oddvita hreppsins falið að ganga frá nýjum ráðningarsamningi við sveitarstjóra. Í fundargerð frá fundinum kemur fram að í nýja ráðningarsamningnum verði yfirvinna lækkuð þannig að heildarlaun sveitarstjóra verði óbreytt þrátt fyrir hækkun þingfararkaups, en tekið var mið af þingfararkaupi í gildandi ráðningarsamningi sveitarstjóra. Í nýjum ráðningarsamningi verður miðað við launavísitölu. Á fundi hreppsnefndarinnar var jafnframt ákveðið að nefndarlaun á vegum hreppsins hækki ekki þrátt fyrir hækkun kjaradóms á þingfararkaupi.
Ljósmynd: Mats Wibe Lund
Ljósmynd: Mats Wibe Lund