Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 13. júní 2001 kl. 10:03

Sveitarsjóðir bera ábyrgð á skuldunum

Rekstrartekjur Hafnasamlags Suðurnesja námu 78.6 milljónum og rekstrargjöld 66.8 milljónum. Þetta kom fram á aðalfundi hafnasamlagsins sem haldinn var í lok maí. Ljóst er að staða samlagsins er alvarleg en sveitastjórnir bera ábyrgð á skuldum þess og skuldbindingum.

Heildartap ársins, þegar búið er að taka inn í rekstrarreikninginn fjármunatekjur(gjöld) og aðrar tekjur, námu 116 milljónum króna á móti 77 milljónum frá árinu 1999. Tap af reglulegri starfsemi var um 103 milljónir króna árið 2000 á móts við 68 millj. kr. árið 1999.
Í bréfi endurskoðenda segir m.a.: „Rekstur samlagsins er ekki í jafnvægi og í raun er hann nokkuð fjarri því að endar nái saman eins og við höfum bent á nokkur undanfarin ár, auk þess sem fjárhagsstaða samlagsins versnaði verulega á árinu 2000. Sveitarsjóðir sem koma að hafnasamlaginu, bera ábyrgð á skuldum og skuldbindingum samlagsins og þeir tryggja því samlaginu áframhaldandi rekstur þrátt fyrir erfiða fjárhagsstöðu.“
Í funargerð hafnarstjórnar kemur fram að hún hafi bent sveitarstjórnum á bréf endurskoðenda, og nauðsyn þess að sveitarstjórnirnar leggi hafnasamlaginu fé til rekstursins á næstu fjárhagsáætlun þar sem staða samlagsins er allt annað en góð.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024