Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélögum boðið að kaupa hlut í HS veitum
Mánudagur 11. janúar 2010 kl. 23:24

Sveitarfélögum boðið að kaupa hlut í HS veitum

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Reykjanesbær, sem meirihlutaeigandi í HS veitum hf., vill kanna áhuga á stækkun fyrirtækisins og endurkomu fleiri sveitarfélaga í það. Hefur sveitarfélögum sem nota þjónustu HS veitna hf. verið sent bréf þar sem þeim er boðið að kaupa hlut í fyrirtækinu í hlutfalli við þjónustuumfang þeirra.

Við sölu á hlutum sínum í Hitaveitu Suðurnesja hf. árið 2007, áður en til uppskiptingar fyrirtækisins kom samkvæmt lögum, afsöluðu mörg sveitarfélög þar með eign sinni á veitukerfum innan bæjarmarka. Reykjanesbær hélt eign sinni og hafði aðstöðu til að semja um að eignast meirihluta í HS veitum hf. við uppskiptin.

HS veitur hf. sjá um dreifingu heits og kalds vatns og rafmagns á þjónustusvæði sem nær yfir öll Suðurnes, Hafnarfjörð, hluta Garðabæjar, Álftanes, Árborg og allt til Vestmannaeyja. HS veitur hf. eiga einnig kaldavatnslindirnar sem heimili og fyrirtæki á Suðurnesjum nýta.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri segir að forsvarsmenn Reykjanesbæjar telji sjálfsagt og eðlilegt að kanna vilja sveitarfélaga á þjónustusvæðinu til
að koma að eignarhaldi í HS veitum, t.d. í hlutfalli við þjónustuumfang í viðkomandi sveitarfélagi.

Einnig er verið að kanna áhuga sveitarfélaga á að HS veitur sinni rekstri frárennsliskerfa, en það hefur t.d. gefið góða raun hjá Reykjavíkurborg. Þar sinnir Orkuveitan slíkri þjónustu.