Sveitarfélögin yfirtaki heilsugæsluna á Suðurnesjum
"Almennur borgarfundur í Reykjanesbæ 17. nóvember 2002, telur brýnt að ráðherra gangi þegar til samninga við heilsugæslulækna svo viðunandi heilbrigðisþjónusta fáist á Suðurnes. Jafnframt skorar fundurinn á sveitarfélögin á Suðurnesjum að þau óski nú þegar eftir viðræðum við ríkisvaldið um að þau yfirtaki, með þjónustusamningi við ríkið, rekstur frumheilsugæslunnar á svæðinu". Þetta er tillaga sem Skúli Thoroddsen lagði fram á borgarafundi á Ránni nú í kvöld.Þá segir í greinargerð: Það ófermdarástand sem nú ríkir í málefnum heilsugæslunnar á Suðurnesjum er afleiðing stefnuleysis í heilbrigðismálum. Það þarf að stokka upp kerfið. Frumheilsugæslan verður að vera virk í víðasta skilningi þess orðs. Til þess þarf þverfaglegar aðgerðir og samhæfðar lausnir undir stjórn heimamanna, þar sem áhugasamtök og aðilar vinnumarkaðarins koma einnig að málinu.
Skúli Thoroddsen.
Tillagan hlaut mikið lófaklapp á fundinum en fundi er ekki lokið og ekki hefur verið tekin afstaða til tillögunnar þegar þetta er skrifað.
Skúli Thoroddsen.
Tillagan hlaut mikið lófaklapp á fundinum en fundi er ekki lokið og ekki hefur verið tekin afstaða til tillögunnar þegar þetta er skrifað.