Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélögin skoði nýja sorporkustöð
Kalka sorpeyðingarstöð. Mynd úr safni VF
Föstudagur 31. mars 2023 kl. 06:32

Sveitarfélögin skoði nýja sorporkustöð

Áætla má að á milli 80–85% af brennanlegum úrgangi sem fellur til á Íslandi sé á forræði sveitarfélaga á suðvesturhorni landsins. Þá segir að sorpbrennsla sem annar 100 þúsund tonnum af úrgangi á ári væri heppileg stærð. Framkvæmdastjóri Kölku fór yfir „suðvesturbrennsluna“, þ.e. nýja nálgun við uppbyggingu innviða á Íslandi á síðasta fundi stjórnar Kölku.

Framkvæmdastjórinn fór yfir aðdragandann að þessu máli, frá orðum til athafna, nýjar upplýsingar og nýja nálgun. Nýja nálgunin er sú að sorpsamlögin á suðvesturhorninu hafa lýst yfir áhuga á að fá að taka þátt í að byggja nýja lausn. Samlögin vilja láta á það reyna að sveitarfélögin að baki þeim nái samstöðu um þessa uppbyggingu, þ.e. 100 þúsund tonna sorporkustöð. Fyrir liggja tilboð um fjármögnun og er nú unnið að frekari greiningum á kostnaði. Hugmyndin er að sveitarfélög geti verið með í lausninni án þess að leggja fram fjármuni. Stöðin verði fjármögnuð og rekstur hennar muni standa straum af bæði fjárfestingu og rekstri.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fundargerð Kölku segir að eftir góða umræðu hefur stjórnin ákveðið að lýsa yfir stuðningi við þær hugmyndir sem komið hafa frá samstarfsvettvangi sorpsamlaga á suðvesturhorninu um uppbyggingu nýrrar sorporkustöðvar. Stjórn hvetur sveitarfélögin á Suðurnesjum til að skoða með opnum huga þá leið sem hér er til umræðu og stefna að fullri þátttöku í þeirri vinnu sem framundan er til að leiða málið til lykta.

Áætlað er að bæjarstjórnir fái fljótlega frekari kynningar á þessu efni.