Sveitarfélögin funda um helgina
	Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum verður haldinn í dag og á morgun, laugardag. Stærsta mál fundarins að þessu sinni er málefni eldri borgara og þjónusta við þá. Fundurinn fer fram í Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
	
	Á næstu árum má gera ráð fyrir að hlutfallslega verði mesta fjölgun í þessum aldurshóp, þ.e. 60 ára og eldri. Auk erinda frá fagfólki munu vinnuhópar starfa á fundinum og með því móti leggja drög að sameiginlegri stefnumótun málaflokksins fyrir allt svæðið.


 
	
				


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				