Sveitarfélögin buðu OR að kaupa í Hitaveitunni
Bæjaryfirvöld í Grindavík buðu Orkuveitu Reykjavíkur að kaupa hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja. Þetta kemur fram í frétt á eyjan.is.
Orkuveitan segir í yfirlýsingu á vefsíðu sinni að fyrirtækið hafi ekki haft frumkvæði að kaupum heldur hafi sveitarfélög af Suðurlandi og Suðurnesjum gert OR tilboð um að kaupa hluti sína.
Eyjan segist hafa heimildir fyrir því að Grindavíkurbær hafi verið búinn að undirrita sölusamning við OR á genginu 7 þegar þeir hættu við og tóku tilboði Geysis Green Energy upp á 7,1.
Bæjaryfirvöld hyggjast funda í fyrramálið og munu eftir það gefa út yfirlýsingu um málið.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun einnig koma saman á morgun á aukafundi til að ræða málefni Hitaveitunnar.
Orkuveitan segir í yfirlýsingu á vefsíðu sinni að fyrirtækið hafi ekki haft frumkvæði að kaupum heldur hafi sveitarfélög af Suðurlandi og Suðurnesjum gert OR tilboð um að kaupa hluti sína.
Eyjan segist hafa heimildir fyrir því að Grindavíkurbær hafi verið búinn að undirrita sölusamning við OR á genginu 7 þegar þeir hættu við og tóku tilboði Geysis Green Energy upp á 7,1.
Bæjaryfirvöld hyggjast funda í fyrramálið og munu eftir það gefa út yfirlýsingu um málið.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar mun einnig koma saman á morgun á aukafundi til að ræða málefni Hitaveitunnar.