Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélög efla samstarf
Mánudagur 18. febrúar 2008 kl. 09:31

Sveitarfélög efla samstarf

Mögulegt er að Vogar, Sandgerði og Garður muni efla samstarf sitt á skipulags- og byggingarsviði.

Þessi hugmynd er að frumkvæði Vogamanna, en sveitarfélögin hafa síðustu tvö ár verið í samvinnu um félagsþjónustu.

Róbert Ragnarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að þar sem öll sveitarfélögin séu að reka skipulags- og byggingarsvið sé sjálfsagt að þau velti fyrir sér hvort ekki sé hægt að finna einhver samlegaðaráhrif með nánari samvinnu. Þá liggi fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á skipulagslögum.

„Við höfum verið í rosalega góðu samstarfi um félagsþjónustuna þannig að það er rökrétt að skoða hvort hægt sé að fara út í samstarf á fleiri sviðum,“ sagði Róbert. „Þetta eru fjölbreytt verkefni og svo hefur verið gríðarlega mikið að gera í þessum málaflokkum hjá öllum þremur sveitarfélögunum á undanförnum árum þannig að við viljum athuga hvort við getum unnið frekar að þessu saman. Þetta er bara hugmynd eins og staðan er í dag, en nú þurfum við bara að setjast niður og skoða framkvæmdina á þessu máli. Hver kostnaðurinn verði og hvernig verkefnaskiptingin verður og þess háttar.“

 

Bæði Garður og Sandgerði hafa myndað vinnuhópa til að skoða þetta mál ofan í kjölinn.

VF-mynd/elg - Frá fyrstu skóflustungu að viðbyggingu íþróttahússins í Vogum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024