Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélög á Suðurnesjum gera simenntunaráætlun
Föstudagur 14. janúar 2005 kl. 15:04

Sveitarfélög á Suðurnesjum gera simenntunaráætlun

Bæjar- og sveitarstjórar á Suðurnesjum skrifuðu í dag undir samning um samstarf við gerð tveggja ára símenntunaráætlunar fyrir nokkrar af starfsstéttum sínum. Mun undirbúningsvinna hefjast í lok janúar og er gert ráð fyrir að áætlunin muni liggja fyrir á næstu mánuðum. Þetta mun verða unnið á þann hátt að settir verða upp 5 vinnuhópar eftir starfssviði. Mun einn starfsmaður frá hverju sviði og hverju sveitarfélagi fyrir sig verða valinn í hvern hóp. Þessir aðilar mun síðan ræða saman undir handleiðslu starfsmanna MSS og koma með sínar hugmyndir að því hvernig þau geta þróast í starfi og staðið sig betur. Með þessu móti verða starfsmennirnir einnig virkari þátttakendur í gerð áætluninnar. Áætlun fyrir hvert starfssvið mun svo verða gerð út frá þessum upplýsingum.

Myndin: Árni Sigfússon, Jóhanna Reynisdóttir, Guðjónína Sæmundsdóttir, Ólafur Örn Ólafsson og Sigurður Jónsson skrifa undir samninginn í dag. VF-ljósmynd/Þorgils Jónsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024