Sveitarfélög á Suðurnesjum eigi aðkomu að vinnu um staðsetningu nýs flugvallar
Svæðisskipulagsnefnd Suðurnesja er sammála erindi frá Reykjanesbæ um mikilvægi þess að fulltrúar sveitarfélaga á Suðurnesjum eigi aðkomu að þeirri vinnu sem nú fer fram um staðsetningu á nýjum flugvelli.
Svæðisskipulagsnefnd hefur falið formanni og ritara að boða forsvarsmenn þeirrar vinnu á fund nefndarinnar.