Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélagið Vogar skoðar sameiningu við annað sveitarfélag
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
miðvikudaginn 3. febrúar 2021 kl. 10:18

Sveitarfélagið Vogar skoðar sameiningu við annað sveitarfélag

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti á fundi sínum í morgun að láta vinna valkostagreiningu vegna sameiningar sveitarfélaga. Fulltrúi D-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Fyrir fundinum var tillaga um að Sveitarfélagið Vogar fái Róbert Ragnarsson ráðgjafa til að vinna valkostagreiningu um mögulega sameiningu við önnur sveitarfélög.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


„L-listinn fagnar því að loksins skuli vera farið að athuga með þessa möguleika þó betra hefði verið að gera það kannski fyrr og áður en fjárhagsstaða sveitarfélagsins væri orðin þetta slæm og staða okkar til samninga minnkað til muna. L-listinn hefur ætíð (frá upphafi 2010) viljað skoða sameiningarmöguleika sem gætu verið til hagsbóta fyrir íbúa sveitarfélagsins,“ segir í bókun fulltrúa L-listans í bæjarráði.