Sveitarfélagið Garður skrifar undir þjónustusamning

Bæjarstjórar Sveitarfélagsins Garðs og Reykjanesbæjar hafa endurnýjað  þjónustusamning Garðs við Reykjanesbæ. Undanfarin ár hefur Garður keypt af Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar ráðgjöf sem felur í sér rekstrarráðgjöf til skóla og sérfræðiþjónustu fyrir leik- og grunnskóla.
Nýi samningurinn nær einnig til  þátttöku í verkefni um framtíðarsýn í skólamálum. Verkefninu er ætlað að bæta námsárangur á Suðurnesjum. Framtíðarsýnin felur meðal annars  í sér aukna samvinnu leikskóla, grunnskóla og foreldra. Þjónustusamningur þessi er tímabundinn til fimm ára og tekur gildi 1. janúar 2012. 





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				