RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt
RNB Lýðheilsu og forvarnarvika 28. sept - 5 okt

Fréttir

Sveitarfélagið Garður kaupir Útskálaland á 90 milljónir kr.
Fimmtudagur 10. desember 2009 kl. 13:44

Sveitarfélagið Garður kaupir Útskálaland á 90 milljónir kr.

Bæjarstjórnin í Garði hefur samþykkt að ganga til samninga við Kirkjuráð um kaup á landi Útskála í Garði. Hefur bæjarstjórnin falið bæjarstjóra og byggingafulltrúa Garðs, ásamt lögfræðingi bæjarins, Ásbirni Jónssyni, að ganga frá kaupunum.

Kaupverð kirkjujarðarinnar er 90 milljónir króna og er framlag úr Framtíðarsjóði Garðs. Stefnt er að undirritun kaupsamnings þann 15. desember nk.

Loftmynd af Útskálum og nánasta umhverfi. Sveitarfélagið Garður er að kaupa allt land Útskála í Garði. Myndina tók Oddgeir Karlsson.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025