Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Sveitarfélagið Garður eignast bát
Þriðjudagur 8. júlí 2008 kl. 09:58

Sveitarfélagið Garður eignast bát



Sveitarfélagið Garður hefur eignast bát. Ekki stendur þó til að hefja blómlega bæjarútgerð því báturinn sem um ræðir er safngripur sem Nesfiskur ehf hefur fært sveitarfélaginu að gjöf. Um er að ræða Hólmstein GK 20 en með gjöfinni er sögu vélbátaútgerðar í Garði minnst. Báturinn kom til Garðs frá Hafnarfirði árið 1958 en hann er smíðaður á Íslandi og er í sinni upprunalegu mynd, segir á vef sveitarfélagsins.

Guðrún Jónsdóttir arkitekt og hennar samstarfsfólk vinnur nú að nýju skipulagi á Garðskaga.  Í hugmyndum sem kynntar voru á íbúafundi 21. maí s.l. er gert ráð fyrir tjaldstæði og smáhýsabyggð í kring um bát á svæðinu sem afmarkast af flugvellinum gamla og malarveginum til Sandgerðis.  Hugmyndin gengur út á að Hólmsteinn verði miðpunktur á slíku svæði.

Mynd/www.garður.is: Frá afhendingu gjafarinnar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024