Sveitarfélag í sókn
Sveitarfélagið Garður er nú búið að auglýsa deiliskipulag á svæðinu þar sem Sparisjóðurinn í bænum er til húsa. Með deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að styrkja miðbæ bæjarfélagsins með uppbyggingu verslunar og þjónustu.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast að eftirfarandi götum, Garðabraut, Sunnubraut og Gerðavegi. Heildarstærð deiliskipulags svæðis er um 3961 fermetrar. Gert er ráð fyrir að núverandi bygging Sparisjóðsins verði rifin og nýtt hús byggt í staðinn. Bæði Sparisjóðurinn og Samkaup hafa sýnt því áhuga að byggja á lóðinni.
Deiliskipulagið er í samræmi við aðalskipulag Garðs frá 1998 til 2018. Í aðalskipulagi Garðs kemur fram að á svæðinu verði verslun, þónusta, íbúðir og stofnanir.
Frá þessu er greint á vef Sveitarfélagsins Garðs.
VF-mynd/ úr safni